Borðspilavinir
Borðspilavinir er skemmtilegur viðburður í Spilavinum þar sem þú getur lært nýtt spil í góðum félagsskap. Á Borðspilavinum er stundum hægt að velja sér spil með kennara sem leiðir ykkur í gegnum spilið og er til taks allan tímann til að aðstoða, en við erum líka að prófa okkur áfram með opið spilakvöld þar sem kennarar eru á staðnum og koma ykkur inn í spil með öðrum spilurum. Við verðum með frábæra spilakennara og fullt af skemmtilegum spilum tilbúnum.
Engar kröfur eru gerðar um að kunna nein spil. Það eina sem þú þarft að gera er að kaupa miða og mæta. Börn yngri en 16 verða að vera í fylgd fullorðinna.
Viðburðurinn tekur 2 klst. sem á að rúma vel eina góða spilun. Spil taka lengri tíma þegar allir eru að læra þau. Því setjum við þak á fjölda leikmanna í hverju spili, þó að sum þeirra þoli fleiri leikmenn.
