Dásamlegt leiksvæði fyrir börn

Skoðað: 1.167

Leiksvæðið er opið mán.-lau. 11-18:45, og sun. 11-17:45.

Í kjallaranum undir Spilavinum er dásamlegt leiksvæði fyrir yngri börnin, girt af með krúttlegri lítill girðingu. Þar finnst börnunum alltaf gaman að koma og leika sér, hvort sem það er í vel útbúinni versluninni, litla kaffihúsinu eða ísbúðinni. Eins eru teiknimyndasögur sem hægt er að líta í, kubbar og fleira skemmtilegt til að láta tímann líða.

Hægt er að kaupa aðgang að leiksvæðinu á staðnum, og einnig er hægt að kaupa árskort.

Leiksvæðið lokar fyrr

Athugið að leiksvæðið opnar alla daga kl. 11 og er opið til kl 18:45 (nema á sunnudögum, þá lokar leiksvæðið kl. 17:45). Þetta gerum við af tveimur ástæðum, annars vegar til að búa til næði fyrir borðspilara á kvöldin, og svo starfsfólk okkar hafi tíma til að ganga frá eftir daginn.

Karfa
;