Aðgangur að Kjallaranum

Skoðað: 1.620

Hægt er að kaupa aðgang að Kjallaranum (spilasafninu, spilasalnum og leiksvæðinu) á staðnum. Aðgangurinn gildir til lokunar sama dag.

  • 
Fullorðinn (16 ára og eldri): 1.250 kr.
  • Barn (6-15 ára): 750 kr.
  • Fjölskylda (2 fullorðnir+2 börn): 2.500 kr.
  • Hópur (eitt borð, mest 8 manns): 4.000
 kr.

Fyrir stærri hópa, sendu okkur tölvupóst á vidburdir@spilavinir.is til að bóka pláss.

Árskort fyrir fjölskyldur og einstaklinga

Fyrir fólk sem kemur oftar en einu sinni í mánuði og vill njóta afsláttar af veitingum — auk afsláttar í Spilavinum, þá er árskort í Spilakaffi það sem það vantar.

Innifalið fyrir árskortshafa er aðgangur að spilasafninu, spilasalnum og leiksvæðinu okkar í heilt ár. 15% afslátt í Spilavinum og Spilakaffi. Afslátturinn gildir ekki af viðburðum, eða veitingum frá Hananum og Pure Deli. Hægt er að fá einstaklingskort fyrir 15.000 kr., og fjölskyldukort fyrir 22.000 kr. sem gildir fyrir tvo fullorðna og 4 börn undir 16 ára aldri.

Fyrirtæki og hópar

Hægt er að leigja Spilakaffi undir viðburði fyrir fyrirtæki og hópa, til dæmis PubQuiz, flóttaleik, hópefli, fyrirtækjahittingur, gæsun eða steggjun, og margt fleira.

Sendu okkur tölvupóst á vidburdir@spilavinir.is til að fá meiri upplýsingar eða bóka viðburð.

Karfa
;