Öryggis- og persónuverndarstefna

Skoðað: 36

Traust er lykilatriði í augum Spilavina, bæði þegar velja á spil fyrir vini, ættingja eða sjálfa sig, og einnig í meðhöndlun upplýsinga sem við fáum þegar fólk á viðskipti við okkur. Hvort sem er í versluninni sjálfri á Suðurlandsbraut 48 í Reykjavík, eða á vefnum https://spilavinir.is.

Gögn sem við söfnum og geymum

Athugasemdir

Þegar fólk gerir athugasemdir eða gefur spilum umsögn, þá sækjum við upplýsingarnar sem viðkomandi gefur, auk IP tölunnar og hvaða forrit er notað til að geta auðkennt ruslpóst.

Vafrakökur (e. cookies)

Ef þú skilur eftir athugasemd eða gefur umsögn, þá getur þú valið að vista nafnið þitt, tölvupóst og vefsíðu sem vafraköku. Það er gert til þæginda svo ekki þurfi að fylla form aftur út næst þegar athugasemd er gerð eða umsögn skrifuð. Þessar vafrakökur eru geymdar í eitt ár.

Ef þú ert með aðgang að vefnum og skráir þig inn á síðuna, þá notum við vafraköku til að athuga hvort vafrinn þin taki almennt við vafrakökum. Sú geymir engar persónuupplýsingar og er hent þegar vafranum er lokað.

Við innskráningu eru líka settar upp nokkrar vafrakökur til að vista innskráningarupplýsingar og skjáupplýsingar. Innskráningarkökur gilda í tvo daga, og skjáupplýsingar í ár. Ef þú velur “Muna eftir mér” þá eru innskráningarupplýsingar geymdar í tvær vikur. Ef þú skráir þig út er upplýsingunum hent.

Ef þú breytir eða birtir póst er vafrakaka geymd í vafranum þínum. Hún geymir engar persónuupplýsingar og gefur einfaldlega til kynna ID númer póstsins sem þú breyttir eða birtir. Hún endist í einn dag.

Efni sem greypt er í síðuna en er frá öðrum vefum

Greinar á þessum vef geta innihaldið efni frá öðrum vefum (t.d. myndbönd, myndir, greinar o.fl.) Slíkt efni hegðar sér eins og viðkomandi heimsæki upprunasíðu efnisins.

Þessar síður gætu safnað einhverjum upplýsingum um þig, notað vafrakökur, geymt nema frá öðrum vefsíðum sem skoða snertifleti þína við það efni.

Vefgreiningar

Við notum Google Analytics til að fylgjast með fjölda heimsókna á vefinn, og greina tækifæri til að bæta upplifun viðskiptavina á vefnum.

Við notum skýjaþjónustu til að safna netföngum viðskiptavina vefsíðunnar, og senda fréttabréf Spilavina til þeirra sem það velja.

Kaupupplýsingar

Með hverri vefpöntun eru geymdar upplýsingar um kaupanda, viðtakanda (ef annar er), og vöruna sem keypt er. Þessar upplýsingar eru eingöngu notaðar til að afgreiða pantanir, og eru geymdar eins lengi og lög gera ráð fyrir.

Með hverjum eru upplýsingum deilt?

Við eigum samskipti við greiðslugáttir sem gera kaupendum leift að ganga frá greiðslu á vörum hjá okkur. Við notum skýjaþjónustu til að senda út fréttabréf og tilkynningar til viðskiptavina. Við hleypum forriturum sem styðja kerfið sem við notum annað slagið inn til að leysa lítil vandamál.

Umfram ofangreint er upplýsingum um viðskiptavini okkar ekki undir nokkrum kringumstæðum deilt til þriðja aðila.

Hve lengi geymum við gögnin þín?

Ef þú skilur eftir athugasemd eða skrifar umsögn um vöru er það geymt ásamt meta-gögnum á meðan vefurinn lifir. Það er gert svo við getum þekkt og samþykkt athugasemdir sem berast í þeim þræði.

Við geymum upplýsingar sem gefnar eru um þau sem geta skráð sig inn á vefinn (ef einhver eru) í notendaprófílnum þeirra. Þeir notendur geta séð þær upplýsingar og breytt (nema notendanafni). Stjórnendur síðunnar geta líka séð og breytt sömu upplýsingum.

Réttindi þín um gögnin þín

Ef þú ert með aðgang að síðunni, eða hefur skilið eftir athugasemdir eða skrifað umsögn, þá hefur þú rétt á að fá skjal með þeim gögnum, og að auki getur þú beðið um að þeim gögnum sé eytt. Ef þú vilt láta eyða gögnum, sendu okkur tölvupóst í oryggi@spilavinir.is. Undantekning á því eru gögn sem skylt er að eiga sem stjórnendur, eða vegna lagalegra skilyrða, eða vegna öryggismála.

Hvert sendum við gögnin þín?

Við setjum athugasemdir og umsagnir í gegnum síu hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í að finna ruslpósta.

Við erum hér

Spilavinir ehf.
Suðurlandsbraut 48
108 Reykjavík
Sími: 553 3450
Tölvupóstur: spilavinir@spilavinir.is

Aðrar upplýsingar

Hvernig verndum við gögnin þín?

Við hýsum vefinn okkar hjá SiteGround (sjá öryggissíðu þeirra hér), keyrum vefverslunina á WordPress og Woocommerce, og uppfærum kerfin okkar alltaf skv. öryggiskröfum.

Ef þú ert skráð(ur) á síðuna getur þú nálgast upplýsingarnar um þig með lykilorði. Lykilorðið er dulkóðað, og við mælum með að þú notir einstakt lykilorð sem þú deilir ekki með neinum.

Upplýsingarnar um þig eru geymdar á vefsvæði sem starfsfólk Spilavina hefur aðgang að með lykilorði.

Samskipti við vef Spilavina eru dulkóðuð.

Engar kreditkortaupplýsingar eru geymdar á vefnum okkar. Öll slík samskipti eiga sér stað beint við vefsíðu viðkomandi greiðslugáttar.

Við gerum okkar ítrasta til að gæta persónuupplýsinga sem þú gefur okkur, bæði á meðan þú sendir þær og eftir að við höfum fengið þær. Því miður eru engin rafræn samskipti 100% örugg. Við tökum það til greina með því að geyma sem minnst af upplýsingum um viðskiptavini okkar, og með því að nota þá tækni sem í boði er til að vernda upplýsingarnar um þig. Við getum þó ekki ábyrgst algert öryggi.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um öryggismál vefsins okkar eða meðferð upplýsinga, sendu okkur póst á oryggi@spilavinir.is.

Karfa
;