Sendingarmátar

Skoðað: 202

Sendum um allt land

Við viljum auðvitað fá sem flesta inn í spilafjölskylduna — sama hvar á landinu þú býrð. Þess vegna bjóðum við upp á nokkrar mismunandi leiðir til að fá pakkann sendan til þín.

Neðar er lýsing á hverjum og einum sendingarmáta.

 • Sótt í verslun
  • Þú pantar á netinu og sækir til okkar í verslunina. (0 kr.)
 • Dropp (höfuðborgarsvæðið)
  • Dropp staðir (790 kr.)
  • Heim á daginn (1.500 kr.)
  • Heim á kvöldin (1.350 kr.)
 • Dropp (landsbyggðin)
  • Dropp staðir (990 kr.)
  • Heim á kvöldin (1.450 kr.)
 • Pósturinn (höfuðborgarsvæðið)
  • Pakkaport (990 kr.)
  • Póstbox (990 kr.)
  • Heim (1.350 kr.)
  • Á næsta pósthús (990 kr.)
 • Pósturinn (landsbyggðin)
  • Pakkaport (1.250 kr.)
  • Póstbox (1.250 kr.)
  • Á næsta pósthús (1.250 kr.)
  • Heim (1.600 kr.)

Sótt í verslun

„Sótt í verslun“ er sjálfvalinn sendingarmáti þegar verslað er í vefversluninni. Það þýðir einfaldlega að panta á netinu og svo renna við til að sækja vörurnar. Þetta er heppileg leið til að sleppa við raðir, eða til að næla sér í það sem maður vill á undan hinum.

Dropp

Dropp staðir

Dropp  staðir virka þannig að viðskiptavinir geta valið N1 stöð víðsvegar um landið til að sækja pakkann sinn (sjá kort af afhendingarstöðum hjá Droppinu). Til að komast samdægurs með Droppinu þarf pöntunin að vera gerð fyrir kl. 11:30 á virkum degi.

Heimsending með Dropp

Hægt er að fá pakkann sendan heim með Droppinu. Til að varan komist samdægurs heim til viðtakanda, þá þarf pöntunin að hafa verið gerð fyrir kl. 11:30. Dropp sendir heim alla daga vikunnar nema sunnudaga.

Pósturinn

Heimsending með Póstinum

Hægt er að fá pakkann sendan heim með bréfberum Póstsins á fjölmörgum stöðum á landinu (sjá listann þeirra hér). Pakkinn er yfirleitt kominn daginn eftir á áfangastað. Til að sendingin komist samdægurs á pósthús, þá þarf pöntunin að hafa verið gerð fyrir kl. 10.30 á virkum degi. Pósturinn sendir heim alla daga nema sunnudaga.

Senda á næsta pósthús

Hægt er að fá pakkann sendan á næsta pósthús við heimilisfang viðtakanda. Þá er pakkinn sendur með Póstinum, og tekur yfirleitt 2-3 daga að komast á áfangastað. Til að sendingin komist samdægurs á pósthús, þá þarf pöntunin að hafa verið gerð fyrir kl. 10:30 á virkum degi.

Senda í póstbox

Víðsvegar um landið  má finna svokölluð póstbox. Póstboxin  geta verið mjög þægileg, því þar getur þú nálgast pakkann hvenær sem þér hentar. Til að sendingin komist samdægurs á pósthús, þá þarf pöntunin að hafa verið gerð fyrir kl. 10:30 á virkum degi.

Senda í pakkaport

Hægt er að senda pakkann í svokallað pakkaport sem eru staðsett á völdum afgreiðslustöðvum Orkunnar og Krambúðarinnar. Þar er lengri afgreiðslutími en í Pósthúsinu, og persónulegri þjónusta en í póstboxinu.

Karfa
;