BarSvar fyrir fyrirtæki
Fyrir alla sem hafa gaman af spurningaleikjum, þá er BarSvar svarið. Engin spurning!
Svona er BarSvar spilað
Spyrillinn ber spurningar upp eina af annarri, og hvert lið skrifar svör sín á blað. Oft eru stutt hlé til að fólk geti fyllt á veigarnar, eða búið til pláss fyrir fleiri veigar. Þegar spurningunum er lokið, þá rennir spyrillinn yfir allar spurningar einu sinni enn. Svo eru svarblöðin látin ganga á næsta borð. Því næst eru svörin lesin upp og þátttakendur gefa nágrönnum sínum stig. Að lokum er svarblöðum skilað til réttra liða og úrslit fengin.
Hægt er að óska þess að fá saminn spurningakafla sem höfðar sérstaklega til hópsins. Leikurinn sjálfur tekur um það bil 40 mínútur, og er svo farið yfir rétt svör.
Hægt er að halda BarSvarið hér í Spilavinum, fá spyrilinn til ykkar, eða jafnvel fá FjarSvar (PubQuiz yfir netið) ef vinnustaðurinn er dreifður.
Tilvalinn vinningur með BarSvari er Vefgjafabréf Spilavina.
Viltu halda BarSvar í fyrirtækinu þínu? Sendu okkur fyrirspurn.
BarSvar fyrir fyrirtæki
Verð: 75.000 kr.
Tímalengd: 60-90 mínútur.