Athugið: Röðun flokkanna á spjaldinu sem fylgir spilinu er röng. Flokkar 3 og 4 hafa skipt um sæti. Spurningaflokkarnir eiga að vera: 1. Eitt rétt svar; 2. Raðaðu; 3. Já eða Nei; 4. Hvort.
Að öðru leyti er allt eins og það á að vera 🙂
Heita sætið 2 er framhald af hinu geysivinsæla Heita sætið, sem hefur verið endurútgefið um leið og þessi nýja útgáfa kom út.
Heita sætið 2 er einfalt og skemmtilegt spil með það að markmiði að skapa umræður og komast að því hver þekkir þig best.
Þið getið stjórnað lengd spilsins með því að velja hversu mörgum spilum þið svarið.
Eitt ykkar dregur spjald, svarar einni spurningu í einu, og restin giskar á svarið. Svörin skrifið þið á blað (eða síma) og leikmaðurinn í Heita sætinu er stigavörður.
Sigurvegarinn er það ykkar sem þekkir hópinn sinn best og fær þess vegna flest stig.
Í spilinu eru 4 flokkar:
- Eitt rétt svar
- Raðaðu
- Hvort
- Satt eða logið






Umsagnir
Engar umsagnir komnar