Mánuðum saman hefur aðalumræðuefnið í heiminum verið hin mikla 24ra daga Le Mond keppni — og þú færð að taka þátt! Heppinn er hann, þessi skrýtni gaur á geimbarnum sem réði þig til liðs við sig.
Fyrir utan frægð og frama, þá fær sigurvegari þessarar stórkostlegu keppni, héðan í frá, að hýsa hið gríðar-arðbæra jólapartí. Engin furða þó það séu fleiri lið að keppa en nokkru sinni fyrr. Allir vilja vinna … allir vilja jólin!
Jóladagatal EXIT® spilanna er spil og ævintýri í einum pakka: Til að taka þátt í alheimskeppninni, þá þarftu að opna glugga á dagatalinu þínu á hverjum degi. Á bakvið hvern glugga er ný og spennandi gáta, og lausnin á henni leiðir þig að næsta glugga. Eina leiðin að sigurpallinum er að fylgja vísbendingunum, og leysa allar 24 gáturnar.









Umsagnir
Engar umsagnir komnar