Í Lure notið þið teningana til að bjóða í fiskana í leyni. Svo sýnið þið öll teningana á sama tíma. Ef þú bauðst fæsta teninga, þá mátt þú byrja. En, það er auðveldara að ná í fisk með fleiri teningum.
Ætlar þú að taka sénsinn til að vera á undan, eða nýta þolinmæðina til að ná í þann stóra? Ekki gleyma að nota 12 hliða, eða jafnvel 20 hliða teninginn og allt agnið.
Það ykkar sem fær flest stig (frá veiddum fiskum) sigrar!









Umsagnir
Engar umsagnir komnar