Það eru egg út um allt! Þið eruð hænur og þurfið að grípa, standa og fela þessi klikkuðu egg til að ná þeim. Leikmenn þurfa að bragðast hratt við leiðbeiningunum á teningunum til að fá egg. Það ykkar sem fyrst gerir réttan hlut fær egg, en stundum missir það ykkar egg sem síðast fer.
Þegar teningurinn sýnir rautt, þá keppið þið um að vera fyrst til að gera það sem á teningnum stendur. Það ykkar sem því nær kastar teningi um hvar á að geyma eggið. Þegar teningurinn sýnir blátt mun það ykkar sem er síðast að gera missa eitt egg aftur í kassann. Ef þú ert ekki með egg til að missa, þá gerist ekkert.
Þegar eitthvert ykkar er komið með fimm egg (eða það ykkar sem er með flest egg þegar öll tíu eggin eru búin), þá er sigurvegarinn fundinn!
Sprenghlægilegt spil – jafn gaman að horfa á fólk spila og spila það sjálfur.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2017 Årets Spill Best Children’s Game Winner
- 2004 Tric Trac – Tilnefning
- 2004 Japan Boardgame Prize Best Childgame – Tilnefning
- 2004 Deutscher Lernspielpreis “3 years and up” – Tilnefning












Umsagnir
Engar umsagnir komnar