Í Spy Guy eruð þið í leynilögreglunni að reyna að finna Doktor Moritze sem er ábyrgur fyrir röð glæpa í borginni. Finnið eins margar vísbendingar og þið getið á kortinu, í von um að grípa sökudólginn áður en hann flýr borgina.
Í Spy Guy: France hefur Doktor Moritze stolið uppskriftinni af besta franska ostinum til að selja á svarta markaðnum. Spy Guy eltir hann á milli þekktra franskra minnismerkja og menningarverðmæta.
Spy Guy er samvinnuspil sem reynir á athygligáfu ykkar og samvinnu. Leitið að vísbendingum á meterslöngu borðinu. Ef þið náið Doktor Moritze, þá sigrið þið spilið!






Umsagnir
Engar umsagnir komnar