Öll þurfum við á tengslum að halda; við okkur sjálf, aðra og náttúruna.
Let’s Connect: Fyrir fjölskyldur skapar rými fyrir fjölskyldumeðlimi til að kynnast betur; styrkja samkennd og tengjast hvert öðru í gegnum samtal þar sem áhersla er ekki síður á hlustun en það að svara spurningum.
Dæmi:
- Er eitthvað framundan sem þú hlakkar til að gera?
- Hvað úr okkar fjölskyldu langar þig að taka með í þá fjölskyldu sem þú stofnar?
- Hver er fyrsta minningin þín?
- Hvaða skáldaða persóna myndirðu vilja vera ef það væri hægt?
Í öskjunni eru 110 spurningar eftir para- og fjölskyldumeðferðarfræðing.







Umsagnir
Engar umsagnir komnar