Propolis er spil með blöndu af gangverkum: vélarbyggingu (e. engine builder), verkefnavali (e. worker placement) og töflubyggingu (e. tableau-building). Þið eruð býflugnabú á miðöldum og skiptist á að leggja út vinnu-býflugur til að safna frjókornum, styrkja stöðu ykkar, og byggja búin til að sefa drottninguna ykkar og verða mögnuðust í landinu!
Á meðan býflugurnar keppast um blómlegt landslagið, þá safna þær frjókornum til að skapa þéttiefnið (propolis) sem þær þurfa til að byggja búin. Að ná sterkri stöðu á mismunandi svæðum eykur hróðurinn og bætir við byggingarefni. Stækkun búa gefur nýjar byggingar sem gefa fleiri afurðir, nýja möguleika í að fá stig, og möguleikann á að byggja glæsta höll fyrir drottninguna.
Það ykkar sem verður ríkjandi í ríkinu og byggir virtasta búið sigrar.







Umsagnir
Engar umsagnir komnar