Bíóblaður er einfalt íslenskt spurningaspil fyrir alla kvikmyndaaðdáendur. Í spilinu eru 1000 miserfiðar spurningar á 375 spjöldum. Spjöldunum er skipt í 3 flokka: Auðvelt (Almennar spurningar, Veldu rétt), Miðlungs (Íslenskt, Íþróttamyndir, 90’s), og Erfitt (Leikstjórar, Ártöl, Úr hvaða mynd er þessi lína). Flokkur spjaldanna er skýr á bakinu á þeim, svo auðvelt er að velja flokk sem hentar hverju sinni án þess að sjá spurningarnar.
Hver keppandi svarar einu spjaldi úr hverjum bunka í hverri umferð. Fyrir hvert rétt svar fær keppandi eitt stig. Mælt er með því að spila að minnsta kosti tvær umferðir og telja svo stigin. Það ykkar sem er með flest stig að lokum sigrar.
Höfundar spilsins halda úti vinsælu podkasti á YouTube (þú getur fundið það hér: https://www.youtube.com/@biobladur).






Umsagnir
Engar umsagnir komnar