Schweinchen in der Grube: Beyki

6.230 kr.

Aldur: 6 ára og eldri
Fjöldi: 2-6 leikmenn
Spilatími: 20 mín.

* Uppselt *

Uppselt

Þessi vara er ekki til í augnablikinu.
Vilt þú fá tilkynningu þegar hún kemur aftur?
Athugaðu að þú þarft að skrá þig inn til að nota biðlistann.

Vörunúmer: PHI6342 Flokkur:

Schweinchen in der Grube (Grís í gryfjunni) er einfalt og fallegt teningaspil þar sem þið fáið öll jafnmörg svín, og reynið að vera fyrst til að losna við öll svínin ykkar með því að fá réttu tölurnar á teningana.

Þið byrjið spilið á að dreifa svínunum jafnt á milli allra, og setjið leikborðið í miðjuna.

Í upphafi er ekkert svín á leikborðinu. Í fyrstu umferðinni kasta allir teningnum einu sinni og setja svín frá sér á töluna sem kemur upp. Til dæmis, ef það kemur upp 5, þá setur þú eitt svín á fimmureitinn á borðinu. Ef þú færð 6, þá setur þú eitt svín í holuna á borðinu. Það svín er núna frá í spilinu. Ef þú færð 6 (og hefur sett svín í holuna), þá máttu velja um að kasta aftur eða rétta næsta leikmanni teninginn.

Í annarri umferð máttu kasta tvisvar, en verður að kasta einu sinni. Í þriðju umferð máttu kasta eins oft og þú vilt.

Ef þú færð tölu sem er þegar full af svínum, þá þarftu að taka öll svínin sem eru á leikborðinu. Næsta umferð eftir það hefst á að allir mega aðeins kasta einu sinni.

Sigurvegarinn er það ykkar sem fyrst losnar við öll svínin sín.

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Schweinchen in der Grube: Beyki”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa