Þið spilið Pim Pam Pum með því að leggja niður 12 spil í 3×4 form. Á hverju spili eru 1-3 dýr: þvottabjörn (blár, íkorni (rauður), kakadúi (gulur). Þegar þú átt leik, þá kastar þú teningnum sem sýnir litina þrjá, og snýrð svo við einu spili. Ef spilið sem þú snérir við innheldur sama lit og þú kastaðir, þá máttu
- halda áfram að snúa við spili, eða
- hætta og taka spilin sem þú snérir við.
Ef þú velur að halda áfram og snýrð við spili sem ekki er með litnum þínum, þá er umferðin þín búin. Þú þarft að snúa öllum spilunum við aftur, og færð engin spil til þín.
Ef þú velur að hætta, þá tekur þú öll spilin sem þú snérir við, og setur í bunka hjá þér. Þetta eru stigin þín.
Haldið áfram þar til síðasta spilinu hefur verið snúið við. Það ykkar sem fékk flest spil sigrar.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2024 Premio JADA categoría infantil – Sigurvegari







Umsagnir
Engar umsagnir komnar