Kíkjum í kaffi til ömmu er hlýtt og notalegt spjallspil sem hjálpar þér að kynnast ömmu enn betur — og jafnvel heyra sögurnar sem aldrei hafa verið sagðar.
100+ spurningar til að kynnast ömmu betur. Spurningarnar skiptast í sex flokka:
- Æskan
- Ungdómur
- Táningsárin
- Fullorðinsárin
- Efri árin
- Viska og ráð
Á hverju spjaldi er aðalspurning sem ýtir undir hlýjar minningar, hlátur og góðar sögur. Sumt er fyndið, annað fallegt — og margt mun eflaust koma á óvart.
Sumar spurningar hafa undirspurningar, en aðrar hvetja ömmu til að sýna okkur eitthvað, að við tökum myndir og jafnvel raulum saman.
Við hvetjum ykkur til að fá leyfi hjá ömmu til að varðveita sögurnar með hljóðupptöku. Þannig skapast ómetanlegur minningabanki fyrir fjölskylduna og komandi kynslóðir.
* Hentar öllum aldurshópum, með fyrirvara um að sumar spurnigarnar geta verið viðkvæmar fyrir yngri þátttakendur.







Umsagnir
Engar umsagnir komnar