Hvað gæti verið skemmtilegra en að búa til spilaturn fyrir ofurhetjuna Rhino? Jæja, RISA-útgáfa sem er hærri en margur fullorðinn!
Gerið ykkur klár til að fara með Rhino Hero í nýjar hæðir, með þessu háklassa Rhino Hero XXL! Fullkomið fyrir hópastarf, bekkjarstarf, og fjölskyldufundi. Þetta extra-stóra spil mun fá ykkur á tærnar og að halda í sér andanum eftir því sem turninn stækkar og stækkar!
Rhino Hero er kominn aftur, en núna er hann enn stærri og líka turninn sem hann er að klifra. Þessi fíngerða ofurhetja fikrar sig óttalaus upp hæstu byggingarnar til að leita að glæpamönnum. Hún er sterk eins og naut, og klár eins og refur. Hins vegar er hún líka þung eins og nashyrningur! Þannig að þegar þessi ofurhetja er á stjái, þá munu jafnvel stöðugustu turnarnir skekjast.
Getið þið hjálpað þessari risa-ofurhetju að klára völt markmið sín og byggja stærsta og stöðugasta skýjakljúf sem hægt er? Spilið þessa hetjulegu og risastóru útgáfu af hinu margverðlaunaða byggingarspili og náið nýjum hæðum í skemmtun!
Upprunalega spilið vann: Mr. Dad Seal of Approval, Major Fun! Award, og Parent Tested Parent Approved (PTPA) Award.
Inniheldur:
- 31 þakspil (aðgerðarspil)
- 28 veggi
- 1 grunn (byrjunarspil)
- 1 Rhino Hero fígúru









Umsagnir
Engar umsagnir komnar