Star Wars: Battle of Hoth er stríðsspil sem endurskapar eina af frægustu senunum í Star Wars: The Empire Srikes Back.
Með sama kerfi og í hinu margverðlaunaða Memoir ’44 skiptist þið á að velja skipanaspil í hverri umferð til að virkja herdeildir og velja hvernig á að hreyfa og ráðast á, í 17 senum sem fylgja með í kassanum.
Til að dýpka spilið enn meir er hægt að bæta leiðtogaspilum í bardagana til að fá stuðning sex klassískra Star Wars persóna, eða fara í rað-senur þar sem sigrar og mistök fylgja ykkur inn í næstu bardaga.








Umsagnir
Engar umsagnir komnar