Barnamenningarhátið í Reykjavík

Skoðað: 2

sigursteinn-kennir-radhusidSpilavinir bjóða upp á skemmtilega spilastund í verslun sinni að Suðurlandsbraut 48 (bláu húsunum í Skeifunni). Þar er úrval borðspila og smáspila sem starfsmenn kenna gestum og gangandi. Markmið Spilavina er að efla spilamenningu á Íslandi og hvetja til aukinnar samveru fjölskyldunnar.
Spil eru skemmtileg afþreying sem kynslóðirnar geta auðveldlega sameinast um. Við hvetjum alla, börn, foreldra, afa og ömmur til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði sem sameinar alla í fjölskylduvænum borðspilum.
Heitt á könnunni og blöðrur fyrir krakkana. Aðgangur ókeypis.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;