Dominionmót 4. nóvember

Skoðað: 1

Í gær, 4. nóvember, var haldið í Dominion hér í Spilavinum. Góð mæting var á þetta annað Domininon mót okkar, alls 27 manns. Aldur keppanda var mjög fjölbreyttur, frá 12 ára og upp úr. Torfi og Edward sáu um að dæma mótið. Kepptir voru þriggja manna leikir á níu borðum. Fyrst voru spilaðar þrjár umferðir þar sem hver keppandi spilaði á mismunandi borðum við mismunandi andstæðinga í hverri umferð. Gefin voru stig fyrir fyrstu tvö sætin, 6 stig fyrir 1 sætið og 3 stig fyrir annað.

Þau sem voru stigahæst, með 12 stig eða fleiri eftir 3 umferðir, og fóru áfram í undanúrslitin voru: Jóhann, Þorri, Atli, Unnar, Jón Svan, Einar Örn, Gunnar, Ingunn og Máni. Hafþór og Matti hefðu verið í topp níu en þurftu að fara snemma.

Undanúrslitin fóru fram á þremur borðum í einu og spilaðir þriggja manna leikir. Þeir sem unnu þar fóru áfram í úrslit.

Í úrslitin fóru þeir Unnar, Jóhann og Jón Svan, sem svo vann mótið.  Mótið gekk mjög vel og það var alveg frábær stemming sem myndaðist. Við óskum Jón Svan innilega til hamingju og auðvitað öllum hinum keppendunum.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa

Engin vara í körfu.

Engar vörur í körfunni.

;