Fuglasöngur í Spilavinum: Wingspan-mót

Skoðað: 0

Það var við hæfi á dögunum að halda spilamót í fuglaspili, þegar lóan er loksins komin og vorið á næsta leiti. Mótsstjórinn okkar, Steingerður Lóa, var búin að liggja yfir reglusíðum til að undirbúa sig fyrir algengar regluspurningar og þær sjaldgæfu líka. Nokkur sæti losnuðu á síðustu stundu og nýtti sigurvegari kvöldsins sér það og greip sæti á síðustu stundu.

Spilað var eftir svokölluðum „húsreglum“ sem eru notaðar í Wingspan mótum um heim allan. Það felur í sér að það má ekki spila Chihuahuan Raven, Common Raven, Franklin’s Gull, eða Killdeer í fyrsta hluta spilsins (af fjórum).

Til að halda spilatímanum innan markanna var hámark á hverju spili klukkutími og korter. En til að geta klárað mótið á einni kvöldstund var skipt í tvo riðla: Úrslitariðil þangað sem sigurvegarar fyrsta leiksins, og 3 stigahæstu önnur sætin fóru í, og tapriðil þar sem keppt var um tap-sigurinn — og gjafabréf í spilasafn Spilavina. Þar var keppt á þremur borðum, og mikil gleði í gangi. Það var greinilegt að mót sem þetta er númer eitt, tvö og þrjú um það að hafa gaman og skemmta sér yfir frábæru spili.

Sigurvegarar úrslitariðilsins fóru svo áfram í úrslit. Sigurvegari kvöldsins var Lisa Grosse, sem rétt náði sér í miða á mótið á síðustu stundu. Hún fékk að launum Finspan, nýjasta spilið í -span seríunni, þar sem fiskar eru í forgrunni. Hin tvö -span spilin eru Wingspan (fuglar) og Wyrmspan (drekar). Finspan þykir aðgengilegasta spilið í seríunni og er frábær útfærsla á einstöku spili. Wingspan er eitt uppáhaldsspila minna (eitt fárra spila sem ég á næstum allar viðbætur í), og Finspan syndir fast í kjölfarið. Önnur og þriðju verðlaun voru 5.000 króna inneign í Spilavinum.

Mikil ánægja var með mótið, og helsta ósk fólks var að fá að keppa oftar í Wingspan. Það verður sannarlega tekið til greina.

Fyrir þau ykkar sem vilja kafa í reglurnar á Wingspan, þá eru hér tenglar í þær síður sem Steingerður nýtti sér og mælir með:

Spilin í Wingspan seríunni

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;