
Það er alltaf svolítið verkefni að finna rétta spilið fyrir einhvern. Okkur finnst það reyndar skemmtilegt verkefni. Við spyrjum spurninga eins og „hvað eru margir í fjölskyldunni?“, „eru börn á heimilinu?“, og „hvað finnst þeim gaman að spila, eða kannski púsla þau?“. Í langflestum tilfellum nægir þetta til að finna nýja uppáhaldsspilið þeirra.
Málið flækist hins vegar þegar verið er að velja eitthvað fyrir stóran hóp, eins og starfsfólk í fyrirtæki, því smekkur manna er misjafn. Sumir vilja spila þung spil og aðrir létt. Sumir eru með börn á heimilinu aðrir ekki. Svo gæti líka verið að einhverjir vilji púsla.
Þetta er auðvelt að leysa með gjafabréfi í Spilavinum. Um þessar mundir er sérstaklega vinsælt að gefa gjafabréf í vefverslunina okkar. Þá geta starfsmenn verslað að heiman og fengið vörurnar sendar heim.
Þú getur verslað gjafakortin hér í vefversluninni okkar og gefið starfsfólki þínu samverustund með fjölskyldunni.