Skoðað: 0
Fyrsta spiliakvöldið okkar árið 2014 byrjaði vel. Það voru yfir 30 manns sem mættu og það var spilað á 6 borðum. Það sem var spilað var Star Fluxx, Elfenland, Vegas, Seasons, Orgins, Resistance, Mascarade, Dixit, Ticket to Ride Europe, Android: Netrunner Alhambra, Dominion og King of Tokyo. Næst opna spilakvöldið verður 30. janúar.
Það verða fleiri viðburðir hjá okkur í janúar fyrir utan þessi reglulegu spilakvöld. Við ætlum að halda Íslandsmeistaramótið í Carcassonne sunnudaginn 19. janúar. Við ætlum að vera með Netrunner kennslukvöld og svo mót fljótlega eftir það. Nánari upplýsingar um það síðar…