Skoðað: 5

Nýjasti þáttur borðspilahlaðvarpsins Pant vera Blár kom út Í dag og ræða strákarnir núna um önnur hlaðvörp og miðla sem líka fjalla um borðspil. Þátturinn er sá 58. í röðinni og er ekki verra að skoða það sem á undan hefur komið. Til dæmis þáttur 57: Eitthvað fyrir börnin, sem fjallar um bestu barnaspilin að mati þáttastjórnenda.
Íslenska borðspilahlaðvarpið Pant vera blár gefur út þætti annan hvern sunnudag, þar sem fjórir borðspilapabbar fjalla um borðspil og allt þeim tengt. Einstaka pabbabrandari gæti flogið með.
Hlaðvarpið má nálgast á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í umræðum geta fylgt Pant vera blár á instagram og facebook.