Hvað á að spila um páskana?

Skoðað: 12

Í öllu fríinu sem tilheyra páskunum er tilvalið að kíkja við hjá okkur og finna sér eitthvað skemmtilegt að spila. Fjölskyldur og vinir sem ætla sér að hafa það náðugt yfir helgina saman geta fundið ýmislegt við sitt hæfi í hillunum hjá okkur.

Sama hvernig veðrið verður um þá er alltaf hægt að grípa í skemmtileg spil og gildir þá einu um hvort fólk ætli sér að vera í bænum, fara í bústað eða á skíði. Spilin tryggja það að við getum alltaf gert eitthvað saman og kynnst betur.

Við vorum að fá Quadropolis, sem er það nýjasta frá Days of Wonder sem meðal annars gera Ticket to Ride sem margir kannast við. Þar keppa 2-4 borgarstjórar um það hver er með bestu og hagkvæmustu borgina.

legacy2
Pandemic Legacy Ekki má birta mynd af borðinu eftir að byrjað er að spila

Pandemic Legacy, sem allmargir eru sammála um að sé spil ársins 2015, er til hjá okkur en spilið náði nýverið toppsætinu yfir bestu spilin á borðspilasíðunni Boardgamegeek.com. Það er Pandemic á sterum og hvert einasta spil hefur afleiðingar fyrir næstu spil á eftir. Þannig verður til saga um baráttu heimsins við mannskæðustu sjúkdóma sem herjað hefur á mannkynið pg þar eru leikmenn í aðalhlutverki.

Þeir sem vilja fjör geta kíkt á Spyfall, Codenames og Good Cop, Bad Cop, sem allt eru frábærir leikir fyrir þá sem vilja áhugaverð samskipti, blekkingar og áhættu í góðra vina hóp.

Allra hörðustu strategísku spilararnir hafa svo val á milli tugi titla af krefjandi spilum þar sem sá útsjónarsamasti er líklegastur til að fara með sigur af hólmi.

Í Spilavinum um páskana er lokað yfir hátíðirnar en þó opið á laugardaginn. Þá er tilvalið að kíkja til okkar í kaffi og spil ef fólk er ekki að fara neitt. Annars opnar aftur á þriðjudaginn eftir páska.

Gleðilega páska!

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;