Spilavinir munu þann 4. júlí halda íslandsmeistaramót í spilinu Dominion. Það mun vera laugardagur og hefst mótið kl 13:30.
Fyrir þá sem ekki þekkja er Dominion skemmtilegt og krefjandi borðspil sem byggir á spilastokkum.
Hver leikmaður byrjar með 10 spil en smátt og smátt kaupa leikmenn spil inn í stokkinn til að stækka og bæta sitt “konungsveldi”.
Einn leikur af Dominion tekur bara um 30 mínútur og hver leikur er mismunandi.
Á mótinu verða spilaðar þrjár umferðir af þriggja og fjögurra manna leikjum. Þeir sem koma stigahæstir úr þeim umferðum spila undanúrslita- og úrslita leiki upp á efstu sætin. Spilin geta komið úr öllum seríunum.
Auk verðlauna vinnur sigurvegarinn sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramóti Dominion sem verður á GenCon í Indiana í Bandaríkjunum.
Allir sem kunna Dominion eru velkomnir og dagurinn verður skemmtlegur og spennandi. Við búumst við því að vera búin að fá send promospil frá framleiðandanum til að gefa öllum sem taka þátt.
Gott væri að skrá sig á mótið sem fyrst með því að melda sig hér á Facebook eða senda tölvupóst á spilavinir@spilavinir.is.