
eeBoo er fyrirtæki sem er stofnað og rekið af konum eins og Spilavinir. Fleira eigum við sameiginlegt, eins og einlægan áhuga á að auka og gæði samverustunda fjölskyldunnar. Púslin frá eeBoo eru litrík og falleg, og óvenjuleg í sniðinu. Þau eru nefnilega ferningslaga og hringlaga.
Ferningslaga púslin þeirra eru 1.000 bita og geta verið nokkuð erfið. Ekki af því þau eru með stórum einlitum litaflötum, heldur eru þau þvert á móti oft máluð og því ekki með neinum skýrum línum eða hreinum litum. Myndirnar eiga það hins vegar sameiginlegt að vera gullfallegar og litríkar.
Það hljómar kannski undarlega að púsla hringpúsl — og það er að nokkru leyti undarlegt — því púslin eru óvenjuleg í laginu. En þar sem hringpúslin frá eeBoo eru 500 bita, þá eru þau ekki mjög erfið. Púslin eru þægilega stór og framleiðslan er, eins og allt frá eeBoo, vönduð og fín.
Við skemmtum okkur vel yfir þessu hérna og hlökkum alltaf til þess næsta. Að neðan eru fleiri hringpúsl, og tengill í þau öll hér í vefversluninni.
Smelltu hér til að skoða öll eeBoo púslin.
- Woodland creatures (500 bita)3.850 kr.
- Purple bird & flowers (500 bita)3.850 kr.
- Rewilding (500 bita)4.250 kr.