Skoðað: 3
Netrunner er kortaspil fyrir tvo spilara þar sem annar leikur risafyrirtæki sem er að reyna að græða pening og ná fram sínum markmiðum á meðan hinn spilarinn leikur tölvuþrjót sem reynir brjótast inn í tölvukerfi fyrirtækisins og spilla fyrir áætlunum þeirra. Heimur spilsins byggir á cyberpunk þema og fær ýmislegt lánað úr söguheimum eins og Neuromancer og Blade Runner. Netrunner er mikið kænskuspil en reynir ekki síður á blekkingarhæfileika spilarana.
Torfi og Unnar verða á staðnum til að kenna á spilið.