Sendingarmátar

Sendum um allt land

Við viljum auðvitað fá sem flesta inn í spilafjölskylduna — sama hvar á landinu þú býrð. Þess vegna bjóðum við upp á nokkrar mismunandi leiðir til að fá pakkann sendan til þín.

Neðar er lýsing á hverjum og einum sendingarmáta.

  • Sótt í verslun
    • Þú pantar á netinu og sækir til okkar í verslunina. (0 kr.)
  • Pósturinn (höfuðborgarsvæðið)
    • Pakkaport (790 kr.)
    • Póstbox (790 kr.)
    • Heim (1.350 kr.)
    • Á næsta pósthús (790 kr.)
  • Pósturinn (landsbyggðin)
    • Pakkaport (990 kr.)
    • Póstbox (990 kr.)
    • Á næsta pósthús (990 kr.)
    • Heim (1.450 kr.)

Sótt í verslun

„Sótt í verslun“ er sjálfvalinn sendingarmáti þegar verslað er í vefversluninni. Það þýðir einfaldlega að panta á netinu og svo renna við til að sækja vörurnar. Þetta er heppileg leið til að sleppa við raðir, eða til að næla sér í það sem maður vill á undan hinum.

Pósturinn

Heimsending með Póstinum

Hægt er að fá pakkann sendan heim með bréfberum Póstsins á fjölmörgum stöðum á landinu (sjá listann þeirra hér). Pakkinn er yfirleitt kominn daginn eftir á áfangastað. Til að sendingin komist samdægurs á pósthús, þá þarf pöntunin að hafa verið gerð fyrir kl. 10.30 á virkum degi. Pósturinn sendir heim alla daga nema sunnudaga.

Senda á næsta pósthús

Hægt er að fá pakkann sendan á næsta pósthús við heimilisfang viðtakanda. Þá er pakkinn sendur með Póstinum, og tekur yfirleitt 2-3 daga að komast á áfangastað. Til að sendingin komist samdægurs á pósthús, þá þarf pöntunin að hafa verið gerð fyrir kl. 10:30 á virkum degi.

Senda í póstbox

Víðsvegar um landið  má finna svokölluð póstbox. Póstboxin  geta verið mjög þægileg, því þar getur þú nálgast pakkann hvenær sem þér hentar. Til að sendingin komist samdægurs á pósthús, þá þarf pöntunin að hafa verið gerð fyrir kl. 10:30 á virkum degi.

Senda í pakkaport

Hægt er að senda pakkann í svokallað pakkaport sem eru staðsett á völdum afgreiðslustöðvum Orkunnar og Krambúðarinnar. Þar er lengri afgreiðslutími en í Pósthúsinu, og persónulegri þjónusta en í póstboxinu.

Karfa