Spiel des Jahres verðlaunin eru svona Óskarinn í borðspilaheiminum. Verðlaunin hafa verið veitt síðan 1979 og einu skilyrðin fyrir tilnefningu eru þau að spilið hafi verið gefið út á þýsku það árið þar sem verðlaunin eru þýsk. Keppt er í þremur flokkum, “Spiel des Jahres”, “Kinderspiel des Jahres” (barnaspil ársins) og síðan 2011 “Kennerspiel des Jahres” (þyngri spil).
Í fyrra unnu Camel Up, Istanbul og Geister, Geister, Schatzsuchmeister! En verðlaunin höfðu þau óskemmtilegu áhrif að Camel up hefur verið illfáanlegt.
Tilnefningar fyrir Spiel des Jahres 2015:
- Colt Express
- Machi Koro
- The Game
- Einnig mælt með: Cacao, Loony Quest, Patchwork, Simsala… Bumm?, Ugo!, Vollmondnacht

Tilnefningar fyrir Kinderspiel des Jahres 2015:
- Push a Monster
- Schatz-Rabatz
- Spinderella
- Einnig mælt með: Fliegenschmaus, Chef Alfredo, Der verdrehte Sprachzoo, Fröschlein aufgepasst!, Honigbienchen, Joe’s Zoo, Schau mal! Was ist anders?
Tilnefningar til Kennerspiel des Jahres 2015:
- Broom Service
- Elysium
- Orléans
- Einnig mælt með: Arler Erde, Auf den Spuren von Marco Polo, Deus

Colt Express og Machi Koro hafa verið mjög vinsæl á spilakvöldum hjá okkur en þau eru bæði mjög einföld og höfða til mjög breiðs hóps. Tilkynnt verður um sigurvegara í hverjum flokki í júní-júlí.