Við bíðum alltaf spenntar eftir að deginum sem tilnefningarnar fyrir þýsku spilaverðlaunin Spiel des Jahres 2014 eru tilkynntar. Spilaverðlaunin Spiel des Jahres eru virtustu verðlaun í borðspilum og er skipt upp í 3 flokka: Spil ársins, Barnaspil ársins og loks Borðspil ársins fyrir lengra komna (connoisseur).
Tilnefningarnar fyrir Spil ársins 2014 eru:
- Camel Up, eftir Steffen Bogen (eggertspiele/Pegasus Spiele)
- Concept eftir Gaëtan Beaujannot & Alain Rivollet (Repos Productions)
- Splendor eftir Marc André (Space Cowboys)
Af þessum þremur spilum vorum við búnar að spotta Concept og Splendor, og setja þau í hillurnar. Concept er þrælskemmtilegur fjölskyldu- og partýleikur. Það skemmta sér allir vel í þessu spili. Concept er þegar búið að vinna As d’Or, spil ársins í Frakklandi 2014. Splendor er snilldarspil sem er búið að spila hér undanfarið á spilakvöldum. Camel Up vitum við lítið um ennþá, en munum kynna okkur það sérstaklega núna (auðvitað).
Tilnefningar fyrir Þyngri spil ársins (Kennerspiel des Jahres) 2014 eru:
- Concordia eftir Mac Gerdts (PD Verlag)
- Istanbul eftir Rüdiger Dorn (Pegasus Spiele)
- Rococo eftir Matthias Cramer, Louis Malz and Stefan Malz (eggertspiele/Pegasus Spiele)
Hverjir sigurvegarar þessara tveggja verðlauna eru verður tilkynnt mánudaginn 14. júlí.
Tilnefningar fyrir Barnaspil ársins eru:
- Flizz & Miez, eftir Klemens Franz, Hanno Girke and Dale Yu (Carrera)
- Geister, Geister, Schatzsuchmeister!, eftir Brian Yu (Mattel)
- Richard Ritterschlag, eftir Johannes Zirm (HABA)
Af þessum þremur spilum höfum við spilað Richard Ritterschlag. Við spiluðum það við höfundinn í Essen í fyrra og það er eitt af þessum spilum sem mann langar að spila strax aftur. Við hlökkum til að fá það í hillurnar hér.
Barnaspil ársins verður tilkynnt mánudaginn 23. júní.
Nánari umfjöllun um spilin sem eru tilnefnd á bordspil.is
Langar rosalega að prófa Splendor og Rococo!
Þú getur prófað Splendor niðrí búð núna. Rococo er ekki komið.
Æði, ég kíki við fljótlega 🙂