Spilakaffi

Skoðað: 10.304

Spilakaffi er borðspilakaffihús, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, stofnað sumarið 2020. Spilakaffi er staðsett inni í hinni vinsælu spilabúð Spilavinum, í bláu húsunum við Fákafen. Í Spilakaffi er hægt að setjast niður í notalegu umhverfi og njóta dagsins með vinum og fjölskyldu.

Boðið er upp á alla helstu kaffidrykkina, stórkostlegt úrval af tei frá Østerlandsk 1889 Copenhagen, laglegt úrval af bjór og óáfengum drykkjum í flöskum eða dósum, og auðvitað ískaldan bjór á krana (Happy Hour alla daga á milli kl. 17-19). Þar er hægt að fá sér eitthvað sætt með kaffinu, grillaðar samlokur, og panta mat frá Pure deli og Hananum.

Í kjallaranum undir Spilavinum er veglegur og stór spilasalur, eitt stærsta spilasafn landsins, og dásamlegt leiksvæði fyrir yngri börnin. Hægt er að kaupa aðgang fyrir eina heimsókn — eða árskort sem gefur þér aðgang að Kjallaranum í heilt ár (auk 15% afsláttar í Spilavinum og 20% afsláttar af veitingum í Spilakaffi).

Vinsamlegast athugið að ekki er í boði að leigja leiksvæðið eða spilasalinn undir barnaafmæli. Leikskólar, grunnskólar eða frístundaheimili sem vilja fá skemmtilega spilastund með krökkunum geta bókað heimsókn með því að senda tölvupóst á vidburdir@spilavinir.is.

Kjallarinn er opinn þegar Spilavinir eru opnir (mán.-lau. 11-22 og sun. 11-18). Við mælum með að elta Spilakaffi á Facebook, þar sem við birtum upplýsingar um viðburði, bjórlistann og fleira skemmtilegt.

arskort spilakaffi

Árskort

Árskortin okkar veita þér aðgang að veglegum spilasal, einu stærsta spilasafni landsins, dásamlegu leiksvæði fyrir börn, og afslátt í Spilavinum og Spilakaffi.

Stemmningsmynd frá Borðspilavinir #1. Fólk að spila í Spilavinum.

Viðburðir

Bekkjarkvöld, PubQuiz, flóttaleikur, hópefli, fyrirtækjahittingur, gæsun eða steggjun, og margt fleira. Nánari upplýsingar um viðburðina okkar hér.

category te osterlandsk gray

Lúxuste

Hágæða te frá Østerlandsk 1889 Copenhagen, í glæsilegum málmdósum; í lausu og í pokum.

Karfa
;