Skoðað: 2
4. október 2007 stofnuðum við vinkonurnar litla spilaverslun með fínu úrvali af alls kyns spilum og púsluspilum. Nú 4 árum seinna hefur búðin stækkað lítillega en úrvalið margfaldast. Bekkjarkvöldum hefur fjölgað og frábært starfsfólk bæst í hópinn. Í tilefni afmælisins ætlum við að hafa 15% afslátt í versluninni á afmælisdaginn, 4 október.
Kærar þakkir fyrir móttökurnar 🙂
Svanhildur og Linda