Spunaspilavinir

Spilavinir, í samvinnu við Quest Portal, bjóða upp á Spunaspilavini.

Spunaspilavinir er viðburður í Spilavinum, þar sem þú færð tækifæri til að taka þátt í einþáttungi í hlutverkaspili (e. one shot) sem stýrt er af sumum af bestu dýflissumeisturum landsins. Einþáttungur er heilt ævintýri frá upphafi til enda á einni kvöldstund.

Ef þú vilt prufa hlutverkaspil en hefur aldrei tekið þátt, vilt komast í gott ævintýri en vantar hóp, eða hreinlega langar í skemmtilega kvöldstund í spunaspili, þá eru Spunaspilavinir eitthvað fyrir þig.

Lýsingar á ævintýrum eru hjá hverjum viðburði fyrir sig.

Karfa
;