Næsta fimmtudag og föstudag stendur krökkum á aldrinum 10-13 ára til boða að koma í Spilavini og spila hálfan daginn undir leiðsögn.
Spilað verða allskonar fjölbreytt spil með áherslu á að allir taki þátt, hafi gaman og gagn af.
Spilastundin hefst kl 13:00 og er spilað til 16:00.
Dagurinn kostar 3.500 krónur.
Takmarkað pláss er á spilastundirnar þannig að þeir sem hafa áhuga ættu að láta okkur vita hér í athugasemd eða á netfanginu spilavinir@spilavinir.is
Við minnum svo á að skráning á námskeiðið okkar í næstu viku, 4.júlí, er enn í fullum gangi en þar geta krakkar lært að búa til og hanna sitt eigið spil undir leiðsögn. https://fristund.is/namskeid/sumarnamskeid-spilavina-fyrir-11-13-ara
Sumarnámskeið Spilavina fyrir 11-13 ára
Í sumar ætla Spilavinir að bjóða upp á spennandi spilanámskeið fyrir krakka á aldrinum 11-13 ára. Á námskeiðunum fá þátttakendur að kynnast mörgu því skemmtilegasta sem spilin og spilahönnun hefur upp á að bjóða. Við munum spila mikið, læra margvísleg spil og fá innsýn inn í hvernig þau eru hönnuð o…