Skoðað: 0
Það er heldur betur nóg að gera hjá okkur næstu daga. Nú þrjá daga í röð eru skemmtilegir viðburðir hér í versluninni okkar.
Í kvöld er opið spilakvöld og hefst það kl: 20. Það kostar ekkert að koma og spila og við erum með starfsfólks sem kennir spil og leiðbeinir.
Á morgun, 10.febrúar, er síðan Mah Jong kvöld í búðinni og hægt er að finna viðburðinn hér á síðunni fyrir frekari upplýsingar.
Loks keppum við í Pandemic á laugardaginn, 11.febrúar, kl: 13. Þar er takmarkaður sætafjöldi svo áhugasamir ættu að skrá sig sem fyrst. Tveir í hverju liði.
Hlökkum til að sjá ykkur.