Reglurnar eru skýrar: Glæponarnir ykkar mega ekki stela meiri pening en höfuðpaurinn! Það er upp á þig komið að senda út réttan glæpamann í hvert verk (allir velja eitt spil af hendi, og sýna á sama tíma):
- Ef þú setur út hærri tölu en höfuðpaurinn, þá missir þú pening.
- Ef þú setur út jafnháa tölu og höfuðpaurinn, þá missir hann peninginn!
- Ef þú setur út lægri tölu, þá fá báðir peninginn.
Svona er spilað þar til allir hafa klárað spilin sín 12.
Það ykkar sem fær mestan pening sigrar spilið.
Þorri –
Ofboðslega vel heppnað, skýrt og einfalt spil sem snýst um að lesa hina spilarana og sjá fyrir hvaða spil þau setja út. Góð blanda af útsjónarsemi og heppni. Gott spil fyrir blandaðan aldur.