Einu sinni var galdrabók í þremur köflum með ævintýrasögum. Þið munuð núna fara í gegnum bókina; slagaspil (e. trick-taking) í þremur hlutum.
- Kafli 1: Byrjið með 8 spil á hendi, veljið eitt, og látið restina ganga réttsælis. Haldið áfram að gera þetta þar til öll spilin eru komin á hendi.
- Kafli 2: Spilið einu spili hvert. Hæsta spilið sigrar og gefur 2 stig. Að auki, berið saman hæfileikana á hverju spili því það getur gefið aukastig.
- Kafli 3: Að lokum, skoðið hæfileikana á spilunum sem þú valdir. Það getur gefið þér aukastig í þessum kafla.
Ef þú vandar valið á ævintýrapersónunum í upphafi, þá getur þú nælt þér í fullt af slögum og stigum. Klók samsetning á spilum getur líka gefið þér stig án þess að vinna slag, því eins og allir vita eru Hans og Gréta sérstaklega sterk saman…








Umsagnir
Engar umsagnir komnar