Í Acquire fjárfestið þið í fyrirtækjum, og reynið að ná meirihluta í hlutabréfum þeirra. Smám saman vaxa fyrirtækin og sameinast öðrum, sem gefur meirihlutaeigendum góðan bónus, sem svo er hægt að nota til að fjárfesta áfram. Allir fjárfestar fyrirtækisins sem er tekið yfir selja hlutabréfin sín á núvirði, eða skipta þeim út fyrir 2-fyrir-1 í hlutabréfum í nýja, stóra fyrirtækinu. Spilið er keppni í að auðgast sem mest.
Saga Acquire: Þetta klassíska spil eftir Sid Sacksson hefur tekið á sig margar myndir í gegnum tíðina, eftir því hver útgefandinn hefur verið, en reglurnar og gangur spilsins er óbreyttur.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2000 Meeples Choice Award – Tilnefning
- 1993 Essener Feder Best Written Rules – Sigurvegari
- 1979 Spiel des Jahres – Meðmæli
Umsagnir
Engar umsagnir komnar