BarSvar er liðakeppni þar sem borð keppa á móti borðum. Hámarksfjöldi í hverju liði er 4 og er greitt þátttökugjald fyrir hvern þátttakanda. Aldurstakmark er 18 ára, en börn undir 18 ára mega taka þátt í fylgd með fullorðnum.
Oftast er ekkert mál að mæta hálftíma eða svo áður en BarSvarið byrjar, en þú getur tryggt þér og þínum sæti með því að versla það strax. BarSvar hefst klukkan 19, og lýkur um kl. 21.
Svona er BarSvar spilað
Spurningar eru bornar upp ein af annarri, og hvert borð skrifar svör sín á blað. Oftast eru 2 stutt hlé til að fólk geti fyllt á veigarnar, eða búið til pláss fyrir fleiri veigar. Þegar spurningunum er lokið, þá rennir spyrillinn yfir allar spurningar einu sinni enn. Svo eru svarblöðin látin ganga á næsta borð. Því næst eru svörin lesin upp og þátttakendur gefa nágrönnum sínum stig. Að lokum er svarblöðum skilað til réttra liða og úrslit fengin. Verðlaun í BarSvarinu eru rétturinn til að monta sig og kranabjór á liðið (eða kaffi eða gosdrykkur).
Umsagnir
Engar umsagnir komnar