Leikmenn fá fjögur landsvæði til að leggja út. Síðan fær hver allar kindur í sínum lit og staflar þeim upp á einum reit úti í kanti. Þegar leikmaður á að gera má hann færa eins margar kindur og hann vill áfram í eina átt þangað til þær koma að fyrirstöðu. Ekki má fara yfir aðrar kindur eða út af borðinu.
Leikmenn þurfa að varast að vera ekki lokaðir inni.
Í lok leiksins vinnur sá sem á flest svæði og það eru öll svæði sem kindur í sama lit eru á.
Þorri –
Einstaklega vel heppnað spil fyrir 7 ára og eldri. Einfalt að að læra og spila (velja einn af kindabunkunum þínum, skipta í tvennt og færa helminginn), en fullt af strategíu í því og nóg pláss til að verða betri í því.
Sigrún SIgursteinsdóttir –
Stórskemmtilegt fyrir börn og fullorðna. Mjög einfalt.
Sigridur B –
Virkilega skemmtilegt spil, einfalt en spennandi. Snýst um að færa kindur um landareign, vilt færa sem flestar kindur og helst að klækja á mótspilaranum í leiðinni.
Keyptum þetta til að spila með krökkunum en hefur einnig verið mikið spilað með eldri kynslóðinni. Alltaf jafn skemmtilegt.
Sandra –
Amman hefur líka gaman af því að spila Battle sheep.
Sandra Tryggvadóttir (staðfestur eigandi) –
Ótrúlega skemmtilegt miðað við hvað það var einfalt. Ég spilaði þetta með þremur 30+ vinkonum, engin hafði spilað þetta áður og við vorum allar búnar að læra spilið á innan við 5 mínútum. Þrátt fyrir einfaldar spilareglur og uppsetningu krefst spilið lúmskrar kænsku. Mjög skemmtilegt, stutt og einfalt!