Borðspilavinir

Borðspilavinir er skemmtilegur viðburður í Spilavinum þar sem þú getur lært nýtt spil í góðum félagsskap. Á hverju borði er kennari sem leiðir ykkur í gegnum spilið og er til taks allan tímann til að aðstoða. Engar kröfur eru gerðar um að kunna spilið. Börn yngri en 16 verða að vera í fylgd fullorðinna.

Viðburðurinn tekur 2 klst. sem á að rúma vel eina góða spilun. Spil taka lengri tíma þegar allir eru að læra þau. Því setjum við þak á fjölda leikmanna í hverju spili, þó að sum þeirra þoli fleiri leikmenn.

Karfa
;