Borðspilavinir: Lærðu nýtt spil í góðum félagsskap
Borðspilavinir er reglulegur viðburður hér í Spilakaffi í samvinnu við Pant vera blár.
Á Borðspilavinum getur þú lært nýtt spil í góðum félagsskap. Á hverju borði er kennari sem leiðir ykkur í gegnum spilið og er til taks allan tímann til að aðstoða. Engar kröfur eru gerðar um að kunna spilið. Börn yngri en 16 verða að vera í fylgd fullorðinna.
Borðspilavinir taka 2 klst., sem á að rúma vel eina góða spilun (spil taka alltaf lengri tíma þegar allir eru að læra þau). Sum spilanna þola fleiri leikmenn, en hefur verið fækkað til að halda spilatíma innan marka. (Það lengir tímann þegar allir eru að læra spilið, og því er betra að hámarka fjöldann.)
Borðspilavinir #22: 17. október kl. 19:00
Þetta kvöld verður líkt opnu spilakvöldunum, þar sem við ætlum að kynna ykkur fyrir spilunum sem við hrifumst af á Essen spilaráðstefnunni í ár. Engin föst sæti, en takmarkaður sætafjöldi.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar