Café Del Gatto

7.860 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-5 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Lena Burkhardt, Julia Wagner

* Uppselt *

Vörunúmer: 42-88466 Flokkur: Merki:

Skráðu þig á biðlistann til að fá tölvupóst strax og þessi vara kemur aftur á lager.

Skoðað: 127

Í Café del Gatto viltu afgreiða dýrmæta drykki til viðskiptavina, en þú ert í samkeppni við hinar baristurnar um kaffið og mjólkina, svo það getur verið kúnstugt að klára afgreiðslur.

Þegar spilinu er stillt upp tekur hvert ykkar fimm glasaflísar sem þurfa 1-4 skot til að klára. Setjið kaffi- og mjólkurflísarnar 36 í pokann, og dragið svo fimm flísar til að fylla mjólkurhlutann af espresso-vélinni, og svo aðrar fimm flísar í kaffihlutann. Hver tveggja hliða kaffi-/mjólkurflís er með gildi frá 1-4 og merki um hvort hún sé heit, köld, eða freyðandi. Hvert ykkar byrjar með 4-5 peninga. Setjið drykki sem búið er að klára á miðju borðsins; hver drykkur (cappuccino, latte macchiato, o.s.frv.) er með flísar með mismunandi gildum.

Þegar þú átt leik, máttu gera eitt af þremur eftirfarandi:

  1. Taka 2 peninga úr bankanum
  2. Kaupa flís úr espresso-vélinni, þar sem verðið er gildið á flísinni hinu megin í vélinni. Ef þú ert að kaupa mjólkurflís, til dæmis, þá er verðið á henni gildið á kaffiflísinni við hliðina. Flísarnar í efstu röðunum eru með 1-2 flísa aukagjald. Settu flísina sem þú keyptir í lægsta þrepið sem hún passar í á einhverju glasanna þinna, og dragðu svo nýja flís úr pokanum til að fylla á vélina. Ef þú kaupir flís sem kostar 1, þá færðu sykurmola með.
  3. Afgreiddu einn eða fleiri drykki sem þú hefur klárað. Fyrir hverja flís á glasi sem búið er að fylla færðu fyrst pening frá bankanum, og færð meiri pening ef drykkurinn er með færri merki á sér. (Það er ekki klókt að blanda saman köldum og heitum flísum!) Næst tekur þú drykk af sömu gerð og þú varst að klára af miðju borðsins, með jafn hátt eða lægra gildi en summa kaffi-/ og mjólkurflísanna þinna, og færð pening á milli ef þarf. Þú getur hækkað gildi á drykk um 1 með hverjum sykurmola sem þú eyðir.

Í byrjun þinnar umferðar máttu eyða tveimur peningum til að tæma aðra hlið espressovélarinnar og fylla á nýjan leik.

Þegar eitthvert ykkar hefur klárað allar fimm tegundir af drykkjum, klárið þið umferðina, og leggið svo saman drykkina sem þið hafið klárað, og hver sykurmoli er að auki 1 stig. Það ykkar sem er með flest stig sigrar, og peningar sem þið eigið eftir eru notaðir ef um jafntefli er að ræða.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2023 Spiel der Spiele Game of the Year Winner
Aldur

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Útgáfuár

Útgefandi

Spilatími

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Café Del Gatto”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;