Veist þú hvað kötturinn vill? Reyndu að komast eins nálægt kettinum og þú kemst, án þess að fara framhjá honum.
Í hverri umferð, þá dregur þú fyrst spil úr bunkanum, og setur svo kattarmerkilinn á töluna sem er eins og litla talan á loppunni á spilinu. Stokkaðu svo bunkann og gefðu öllum spil á hendi.
Þegar þú átt leik spilar þú út einu spili undir einn af sex hlutunum sem eru á borðinu, og þið skiptist á þar til hver hlutur er með tvö spil undir sér. Summa þessara tveggja spila er gildi hlutarins. Hvert ykkar leggur saman gildi hvers hlutar sem þið eruð enn með á hendi og færið ykkur á summuna á skorbrautinni. (Ef þið farið öll framhjá kettinum, þá sigrar það ykkar sem fór styst framhjá honum.)
Sigurvegarinn (eða sigurvegararnir) færa kattartáknið sitt yfir á næstu hillu, sem sýnir hve margar umferðir þau hafa sigrað og hve mörg spil þau fá á hendi í næstu umferð. Í hvert sinn sem þú sigrar umferð, þá byrjar þú næstu umferð með fleiri spil á hendi, sem gerir næsta sigur erfiðari. Hvert ykkar sem fyrst vinnur þrjár umferðir sigrar spilið.









Umsagnir
Engar umsagnir komnar