- Koma á verslunarleið (með því að taka sér markaðsspil)
- Skipta á kryddum eða fá uppskeru (með því að spila út spili af hendi)
- Uppfylla kröfur (með því að eiga krydd fyrir stigaspili og taka það)
- Hvíla sig (með því að taka bunkann sinn aftur á hendi)
Síðasta umferðin hefst þegar einhver hefur tekið fimmta stigaspilið sitt, svo sigrar sá sem er með flest stig.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2017 Tric Trac – Tilnefning
- 2017 Spiel der Spiele Hit mit Freunden – Meðmæli
- 2017 International Gamers Award – General Strategy: Multi-player – Tilnefning
- 2017 Gouden Ludo Best Family Game – Tilnefning
- 2017 Golden Geek Board Game of the Year – Tilnefning
- 2017 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
- 2017 Golden Geek Best Card Game – Sigurvegari
Hildur H –
Skemmtilegt fjölskylduspil þar sem reynir á útsjónarsemi, mæli með.
Vigdís Arna –
Skemmtilegt spil!
Mæli með!
Kristinn Pálsson –
Gjörsamlega frábært spil. Minn hópur kallar nær alltaf á þetta. Auðvelt að byrja og setja það upp. Nokkuð einfalt að koma nýjum leikmönnum inn í spilið.
Spilast hratt og nær engin bið eftir að gera. Mér finnst það best með 4 leikmönnum en skalast líka vel. Þú þarft að hugsa nokkra leiki fram í tímann og fylgjast vel með því hvað hinir leikmennirnir eru að gera. Hugarleikur í fallegum búningi.
Stefán frá Deildartungu –
Mjög aðgengilegt spil en þó með mikið endurspilunargildi. Það gengur vel fyrir hvaða fjölda leikmanna sem er (2-5). Aðallega snýst spilið um að kaupa og selja krydd (kubba í mismunandi litum) til að safna samstæðum af kryddum sem gera leikmönnum kleyft að kaupa sér stigaspil. Það eru tvö önnur spil í Century línunni, sem öll snúast um að kaupa og selja vörur og það er hægt að blanda þeim saman á hvaða hátt sem er. ALLAR blöndur þessarar seríu eru góðar og ég get ekki mælt nógu mikið með þessu.