Chili Mafia er spil þar sem þið safnið kraftmiklum pipar glæpamönum til að verða áhrifamesti glæpaforinginn. Í Chili Mafia finnið þið spennandi Chili ávexti sem koma hvaðanæfa að og eru aðalpersónur spilsins. Til að nefna nokkur, þá eiga Jalapeño, Tabasco, og Carolina Reaper eftir að rekast á hvert annað. Til að tákna áhrif í glæpaheiminum er styrkur hvers pipars á Scoville skalanum sýndur. Að auki eru mismunandi aðgerðir og slangur (innblásið úr mafíumyndum) sem er ekki nauðsynlega þér í hag. Til að sigra, þá þarftu að hafa fleiri stig en aðrir leikmenn í lok spilsins.
[LEYNILEGAR UPPLÝSINGAR]
Það er að hitna undir ykkur í heimi Chili ávaxta, sem eru að skipta sér í fylkingar og stofna glæpasamtök. Chili mafían er allsráðandi.
Aðþjóðlega Chili-sendiráðið hefur fengið ykkur til starfa — hópur njósnara — til að dulbúast og safna saman hættulegustu Chili mafíósunum frá öllum heimshornum. Markmiðið er að fá þá til Mexíkó á friðarráðstefnu. Um leið og þið lendið í Chihuahuan eyðimörkinni stökkva kryddaðir glæpamenn úr farangrinum ykkar. Það er augljóst að þeir hafa engan áhuga á friði. Þess í stað vilja þeir ráða örlögum mafíunnar. Þú og hinir njósnararnir eigið engra kosta völ en að ná stjórn á mafíunni, og þurfið að berjast innbyrðis um hver er áhrifamesti mafíuforinginn. Þegar piprarnir eru komnir undir hælinn, hvað gerir þú næst?
Þið dragið og spilið út spilum til að mynda gengi og framkvæma aðgerðir. Þegar síðasta spilið er dregið úr bunkanum, þá má klára þá umferð. Svo mega allir (líka það ykkar sem dró síðasta spilið) gera einu sinni enn. Eftir það eru stigin talin.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar