Hinn illi lávarður Eradikus hefur sigrað nær allt sólkerfið, og er um þessar mundir að taka sigurhringinn í flaggskipinu sínu, Eradikus Prime. Hann ku stjórna með járnkrumlu, en hans helstu gersemar eru í þann mund að renna gegnum vélfingur hans. Þú og hinir þjófarnir mönuðuð hvert annað til að laumast um borð í geimskipinu hans, brjótast inn í stjórnstöðina og stela frá honum því sem þið náið.
Á meðan á þessu stendur munuð þið eignast fleiri félaga, og finna meira til að stela. En eitt rangt skref og — Klank! Svona kæruleysi og hávaði vekur athygli Eradikusar. Þegar einhver brýst inn í stjórnborðið og stelur gersemunum, þá reiðist Eradikus býsna hratt og mikið. Það er eins gott að hinir séu háværari en þú ef þú vilt finna flóttahylkið og sleppa lifandi.
Clank! In! Space! er byggt á sama gangverki og Clank!: A Deck-Building Adventure, þar sem leikmenn byggja hver sinn stokk með spilum á meðan spilað er, sem gerir þeim kleift að ferðast um geimskipið, ráðast á hluti, ná í ný spil, og — ójá — skapa hávaða sem vekur athygli Eradikusar og gæti innsiglað örlög þeirra.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2018 SXSW Tabletop Game of the Year – Tilnefning
- 2017 Golden Geek Best Card Game – Tilnefning
Umsagnir
Engar umsagnir komnar