Einfaldar umbúðir, ljúffengt innihald
Tepakkarnir frá Østerlandsk 1889 Copenhagen henta vel til að fylla á fallegar og litríkar dósirnar sem einnig er hægt að fá.
Létt og milt
Þessi blanda af grænu og hvítu tei með nokkrum tegundum af ávöxtum, auk vanillu gefur Columbine Tea létta og ilmandi lykt. Østerlandsk 1889 Copenhagen bjóða hér upp á nýja blöndu af grænu og hvítu tei með perum, ferskjum, vanillu, kamillu, ananas, sítrónugrasi, og aloe vera.
Bragð
Bragðið er létt, mjúkt og ávaxtaríkt.
Uppáhellingur
Columbine er í grunninn grænt og hvítt te. Til að fá ákjósanlegasta bragðið og halda í góða eiginleika þess eins og vítamín og andoxunarefni, þá ætti það að liggja í 90°C heitu vatni í 3 mínútur.
Hvað er grænt og hvítt te?
Báðar tegundir tesins koma af sömu plöntunni Camellia Sinensis. Munurinn er hvernig teið er búið til. Ólíkt græna teinu, sem er hitað tiltölulega hátt til að þurrka það, þá er hvítt te þurrkað á náttúrulegan hátt í sólarljósi, eða með því að þurrka það innandyra við lægra hitastig til að tryggja að andoxunarefnin og vítamínin í teinu haldi sér.
Meira um teið
Þessi dós inniheldur 125 gr. af tei.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar